Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Ingvar nýr samskiptastjóri SFF

Ingvar Haraldsson er nýr samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ingvar hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann verið viðskiptablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sonur Sigurðar Inga nýr skrif­stofu­stjóri Fram­sóknar

Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Jóna Fann­ey tekur við for­mennsku af Frið­riki

Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Kol­brún sjálf­kjörin for­maður BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ás­gerður nýr dómari við Lands­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar

Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þóra nýr forstjóri Nóa Síríus

Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nóa Síríus og tekur við starfinu af Lasse Ruud-Hansen, sem hefur gengt því frá árinu 2021. Lasse hverfur nú til annarra starfa hjá Orkla-samstæðunni og tekur Þóra við um mánaðamót.

Viðskipti innlent