Handbolti

Fréttamynd

Mögu­lega leik­þáttur hjá Egyptum

„Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það er ein­hver ára yfir liðinu“

Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær.

Handbolti
Fréttamynd

Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa ristarbrotnað í leik með HSG Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni. Hún spilaði seinni hálfleikinn ristarbrotin.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar og Valur sluppu við að mætast

Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Allt jafnt hjá Svíum og Spán­verjum

Svíþjóð og Spánn gerðu jafntefli í síðasta leik þjóðanna í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Jafnteflið þýðir að bæði lið taka þrjú stig með sér í milliriðil.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“

„Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil.

Handbolti