Síðustu andartökin fest á filmu

Karl Ólafsson ljósmyndari tók þetta myndband um klukkan fimm í nótt sem sýnir glögglega stöðuna á gosinu í Grímsvötnum. Gísli fór á öflugum fjallabíl bókstaflega á barm gígsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar sést hvernig öðru hvoru koma sprengingar úr gígnum og segja vísindamenn að þær geti verið mjög öflugar og komið fyrirvaralaust. Vegna þess hversu óútreiknanlegar sprengingarnar eru er fólk hvatt til að fara ekki nær en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð.

26747
00:52

Vinsælt í flokknum Fréttir