Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Aðeins tæp fjórtán prósent aðspurðra segjast vera ánægð með störf ríkisstjórarinnar í nýrri könnun Maskínu og hefur hlutfallið aldrei mælst lægra. Enn færri segjast ánægðir með stjórnarandstöðuna en töluvert færri eru óánægðir með hana en ríkisstjórnina. 2.10.2024 14:58
Vaxtalækkun í Seðlabanka og ákall frá Blóðbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en peningastefnunefnd ákvað í morgun að lækka stýrivexti bankans í fyrsta sinn frá árinu 2020. 2.10.2024 11:36
Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Fellsmúla Eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Fellsmúla í Reykjavík í nótt. Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið kallað út en að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. 2.10.2024 06:46
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1.10.2024 11:28
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1.10.2024 07:24
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1.10.2024 06:40
Tekist á um menntamál og brúarsmíði Í hádegisfréttum fjöllum við um Menntaþing 2024 sem fram fer í dag. 30.9.2024 11:38
Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30.9.2024 07:39
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30.9.2024 06:35
Starfshópur skipaður vegna slysa hjá ferðamönnum Í hádegisfréttum verður rætt við ferðamálastjóra en starfshópur hefur verið stofnaður til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum hér á landi. 27.9.2024 11:43