Innlent

Á­standið að lagast í Hvít­á

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þessi mynd var tekin af ástandinu á Nýársdag en síðan þá hefur sjatnað í ánni. 
Þessi mynd var tekin af ástandinu á Nýársdag en síðan þá hefur sjatnað í ánni.  Mynd: Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Ástandið hefur lagast nokkuð eftir að Hvítá flæddi yfir bakka sína við Brúnastaði um daginn vegna klakastíflu sem er í ánni.

Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að vatnsborðið hafi lækkað alla helgina. „Síðdegis í gær og fram á kvöld lækkaði það síðan bara enn meira þannig að eins og staðan er núna er vatnshæðin komin niður fyrir hæstu mældu vatnshæð og niður fyrir hæðina á stíflunni i Flóaveitu þannig að það er að sjatna í þessu núna.“

Sigríður segir þó að enn sé fylgst grannt með gangi mála. „Það er kuldatíð ennþá og svona ástand er dálítið ofyrirsjáanlegt þannig að við fylgjumst áfram með í samstarfi við lögregluna á Suðurlandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×