Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Gríðarlegur kostnaður fer í viðhald og rekstur bókhaldskerfis ríkisins. Kerfið er í eigu Oracle og Advania. Fyrirtækin fá hundruð milljóna árlega frá ríkinu vegna kerfisins. Fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að skoða málið. 25.10.2019 06:00
Löggjöf um bætur nauðsynleg Hæstaréttarlögmaður segir lagastoð bóta vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála nauðsynlega. Frumvarpið var gagnrýnt á þingi. Þrír lögmenn hafa veitt umsögn um það og telja lagasetningu æskilega. 23.10.2019 06:00
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22.10.2019 06:00
Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu Héraðssaksóknari og formaður nefndar um eftirlit með lögreglu telja vankanta á eftirliti með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Óheppilegt að sami aðili rannsaki bæði brot gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglu. 21.10.2019 08:00
Vilja öflugra eftirlit með lögreglu Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar um þingsályktunartillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu. 18.10.2019 07:00
Dæmt í máli Seðlabankans Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. 18.10.2019 06:30
Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10.10.2019 06:00
Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. 8.10.2019 08:00
Atvinnuveganefnd ræðir stöðu fiskvinnslunnar Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis er efni fundarins samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. 8.10.2019 07:00
Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Forsætisráðherra hefur brýnt fyrir ráðherrum að hugsa til landsbyggðarinnar þegar nýjar stofnanir eru settar á laggirnar. Minnisblað um málið lagt fram í ríkisstjórn. Fjórar nýjar stofnanir eru í farvatninu á yfirstandandi þingvetri. 5.10.2019 08:30