Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Ör­æfum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndin er tekin á vegakafla skammt vestar við Fagurhólsmýri en sýnir erfið aksturskilyrði.
Myndin er tekin á vegakafla skammt vestar við Fagurhólsmýri en sýnir erfið aksturskilyrði. Vegagerðin

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.

Garðar Már Garðarsson segir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn séu á leið á vettvang og að ekki liggi frekari upplýsingar fyrir um líðan hinna slösuðu.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrlan sé á leiðinni austur. 

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×