„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5.10.2024 20:31
„Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5.10.2024 18:48
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5.10.2024 18:43
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5.10.2024 18:16
Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen var staddur í stúkunni á Stamford Bridge ásamt syni sínum Sveini Aroni í gær þegar Chelsea vann 4-2 gegn Gent. Annar sonur hans, Andri Lucas, lagði upp fyrra mark gestanna. 4.10.2024 07:02
Dagskráin í dag: Íslendingaslagur og meistararnir mæta þjálfaralausir til leiks Það er að venju nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Tveir leikir fara fram í Bónus deild karla, Körfuboltakvöld tekur svo við og gerir alla umferðina upp. Þá er einnig Íslendingaslagur í Svíþjóð, toppslagur í Championship og ísköld viðureign í New York. 4.10.2024 06:02
Eigandi Nottingham Forest ákærður af enska knattspyrnusambandinu Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun eftir tap gegn Fulham síðustu helgi. 3.10.2024 23:31
Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. 3.10.2024 21:30
Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Tíu menn Manchester United rétt björguðu stigi í uppbótartíma á útivelli gegn Porto. Allt stefndi í tap þrátt fyrir að gestirnir hafi tekið tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Bruno Fernandes sá rautt annan leikinn í röð. 3.10.2024 21:00
Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent í 4-2 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. 3.10.2024 21:00