Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan. 3.10.2024 19:30
Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu Níu leikir fóru fram síðdegis í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Kristian Hlynsson fór meiddur af velli, Elías Ólafsson hélt hreinu og Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliðinu. 3.10.2024 19:00
Martin mátti þola tap í fyrsta leik EuroLeague Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlin, sem tapaði 77-87 fyrir Panathinaikos, í fyrsta leik evrópukeppni félagsliða í körfubolta, EuroLeague. 3.10.2024 18:29
Miðasala hafin á EM 2025 og skipulagning hafin fyrir 2029 Fimm formleg boð bárust til UEFA um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2029. Frá Þýskalandi, Póllandi, Portúgal og Ítalíu, auk sameiginlegs boðs frá nágrannaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. 3.10.2024 17:31
Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Vitor Bruno, þjálfari Porto, hefur boðið kollega sínum hjá Manchester United, Erik Ten Hag, upp á vínglas eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. Staða beggja þjálfara þykir ótrygg. 3.10.2024 07:00
Dagskráin í dag: Víkingar í Sambandsdeildinni og Bónus deild karla hefst Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Fjöldi leikja fer fram í Evrópu- og Sambandsdeildinni, þeirra á meðal leikur Víkings. Þá hefst nýtt tímabil í Bónus deild karla, sem Pavel Ermolinskij ætlar að hita vel upp fyrir. 3.10.2024 06:00
Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Pólski markvörðurinn Wojciech Szczęsny lagði hanskana á hilluna fyrir um mánuði síðan en hefur hætt við að hætta og samið við spænska félagið Barcelona út tímabilið. 2.10.2024 23:00
Haukar og HK sættust á stig eftir æsispennandi leik Haukar og HK gerðu 29-29 jafntefli í fimmtu umferð Olís deildar karla. 2.10.2024 22:24
Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum Nýliðar Bónus deildar kvenna, Aþena og Tindastóll, mættust í fyrstu umferð. Þar fór heimaliðið Aþena með öruggan tuttugu stiga sigur, 86-66. 2.10.2024 21:55
Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2.10.2024 21:28