Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2.10.2024 21:00
Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2.10.2024 21:00
Nítján marka stórsigur hjá Haukum Gróttu beið afar slæmt tap þegar liðið heimsótti Hauka í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. 30-11 urðu lokatölur, Haukum í vil. 2.10.2024 19:41
Elliði markahæstur, öruggt hjá Andra og Andreu Fjöldi leikja fór fram í þýsku bikarkeppnunum í handbolta í dag. Spilað var í þriðju umferð keppninnar karlamegin og sextán liða úrslitum kvennamegin. 2.10.2024 19:26
Óðinn markahæstur í toppslagnum Óðinn Ríkharðsson skoraði 9 mörk úr hægra horninu fyrir Kadetten Schaffhausen 42-31 sigri gegn Suhr Aarau í toppslag svissnesku úrvalsdeildarinnar. 2.10.2024 19:05
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2.10.2024 18:47
Íslendingaliðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir Íslendingaliðið í Noregi, Kolstad, hefur titilvörn sína vel. 30-27 sigur vannst gegn Nærbø í dag og liðið er því með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. 2.10.2024 17:41
„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. 29.9.2024 22:33
Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn Víkingur endurheimti efsta sæti Bestu deildar karla með dramatískum endurkomusigri gegn Val á Hlíðarenda. Lokatölur 2-3, sigurmarkið skoraði galdramaðurinn Tarik á lokamínútu uppbótartíma. 29.9.2024 18:30
„Þetta endar eins og þetta á að enda“ „Við nýttum ekki færin okkar en mér fannst þetta solid leikur hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-2 sigur gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. 28.9.2024 16:55