„Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag“ Arne Slot laut í lægra haldi í fyrsta sinn sem þjálfari Liverpool í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifar tapið á skort á einstaklingsgæðum og slakar sendingar. 14.9.2024 17:24
„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. 14.9.2024 17:01
Uppgjörið: Fylkir - Keflavík 1-4 | Keflavík kláraði tímabilið með stæl Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir. 14.9.2024 13:15
„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. 13.9.2024 19:39
Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ KR mátti þola 0-3 tap þegar tekið var á móti Víkingi á Meistaravöllum. Víkingar fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar, jafnir Breiðablik að stigum. KR situr áfram í 9. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. 13.9.2024 18:55
„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. 9.9.2024 08:02
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Gürsel Aksel leikvanginum, degi fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 8.9.2024 14:45
Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. 7.9.2024 13:15
Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“ „Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. 6.9.2024 21:40
Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. 6.9.2024 21:29