Sport

Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir ó­vænt and­lát

Ágúst Orri Arnarson skrifar
John Cooney lést eftir áverka sem hann hlaut í hringnum í Belfast.
John Cooney lést eftir áverka sem hann hlaut í hringnum í Belfast.

Írski hne­fa­leikamaður­inn John Coo­ney lést á laugardag eftir áverka sem hann hlaut í bardaga gegn Nathan Howell í Belfast um þarsíðustu helgi. Mikil sorg er umlykjandi í hnefaleikasamfélaginu og samúðarkveðjur berast úr öllum áttum. 

Cooney varð fyrir mikilli heilablæðingu eftir að Howell sló hann niður. Hann var fluttur eftir læknisskoðun á Royal Victoria spít­al­ann í Belfast þar sem hann gekkst und­ir aðgerð, sem bar ekki árangur. Fyrir bardagann hafði Cooney barist ellefu sinnum án þess að tapa. 

Cooney á hátindi ferilsins.James Chance/Getty Images

Fyrrum heimsmeistarinn Frank Bruno lýsir andláti hans sem „sorgardag fyrir allt hnefaleikasamfélagið.“

Fyrrum Evrópumeistarinn og samlandi Cooney, Conrad Cummings, ræddi einnig við BBC.

„Ég er algjörlega niðurbrotinn, ég get varla ímyndað mér sársaukann sem unnusta hans og fjölskylda er að upplifa,“ sagði Cummings sem þekkti Cooney persónulega. Hann segir atvikið varpa skæru ljósi á það hve hættuleg hnefaleikaíþróttin getur verið.

Samúðarkveðjum til ástvina Cooney hefur rignt inn eftir að fregnir af andláti hans bárust. 

Meðal annars frá hnefaleikasambandi Bretlands, íþróttamálaráðherra N-Írlands og frá borgarstjóra Galway, heimabæjar hans. 

Auk ótal sendinga á samfélagsmiðlum. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×