Slot fékk góð ráð hjá Klopp og tekur teymið með sér Arne Slot leitaði ráða hjá Jurgen Klopp áður en hann tók formlega við störfum hjá Liverpool í byrjun mánaðar. Hann mun taka þrjá þjálfara með sér frá Feyenoord. 20.6.2024 07:01
Dagskráin í dag: Sumarmótin, golf, veðreiðar og hafnabolti Það er að venju fjölbreytt dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. TM mótið verður tekið fyrir í Sumarmótaþætti kvöldsins. 20.6.2024 06:00
Mbappé mætti á æfingu í dag með plástur á nefinu Kylian Mbappé var mættur aftur til æfinga með franska landsliðinu í dag. Hann nefbrotnaði á mánudaginn og óvíst er hvort hann muni geta tekið þátt í leik gegn Hollandi næsta föstudag. 19.6.2024 23:30
Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Grótta tapaði 2-3 á móti Njarðvík í fyrsta leik 8. umferð Lengjudeildar karla. Öll fimm mörk leiksins og eitt rautt spjald litu dagsins ljós í seinni hálfleik. 19.6.2024 21:56
Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum. 19.6.2024 20:00
Tilkynning frá Vestra: Rasísk ummæli Fylkismannsins komin á borð KSÍ Knattspyrnudeild Vestra hefur tilkynnt ummæli til KSÍ sem leikmaður liðsins varð fyrir af hálfu andstæðings síns í leik gegn Fylki í gær. Í yfirlýsingu Vestra segir að leikmaðurinn hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 19.6.2024 19:58
HSÍ tapaði rúmlega 85 milljónum króna Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur urðu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en kostnaðurinn sömuleiðis. Í skýrslu stjórnar segir að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi dugi engan veginn til. 19.6.2024 19:17
Anton Sveinn með besta tímann í undanúrslitum Anton Sveinn McKee synti sig örugglega inn í úrslit í 200 metra bringusundi á tímanum 2:10,14 á Evrópumeistaramótinu í Belgrad. 19.6.2024 18:16
Emilía skoraði er Nordsjælland varði bikarmeistaratitilinn Nordsjælland varð bikarmeistari Danmerkur eftir 2-1 sigur gegn Brøndby IF í úrslitaleik í dag. Leikurinn var sannkallaður Íslendingaslagur og landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði fyrra mark Nordsjælland. 19.6.2024 17:57
Snæfríður sló Íslandsmet á leið sinni í úrslit Evrópumeistaramótsins Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló eigið Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún tryggði sig áfram í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Belgrad. 19.6.2024 17:04