Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark fyrir Bayer Leverkusen og lagði upp annað í 3-2 tapi á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. 31.1.2025 19:38
Sara Björk lagði upp í stórsigri Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni og lagði upp mark í 9-0 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta. 31.1.2025 17:36
City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen. 29.1.2025 22:50
Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Hákon Arnar Haraldsson kom að marki í 6-1 stórsigri Lille gegn Stuttgart og liðið tryggði sig beint áfram í sextán liða úrslit. Stuttgart er úr leik, eina liðið sem var í umspilssæti en datt út. Aston Villa tókst einnig að tryggja sig beint áfram með 4-2 sigri gegn Celtic. 29.1.2025 22:24
Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í öllum átján leikjunum í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Leikirnir hefjast allir klukkan 20:00. 29.1.2025 19:00
„Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28.1.2025 23:59
Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. 28.1.2025 22:40
Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi deildarsigur Þórs í röð Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna áfram í kvöld og vann tíunda leikinn í röð gegn Aþenu, neðsta liði deildarinnar sem hefur nú tapað síðustu átta leikjum. Lokatölur í Breiðholtinu 85-95. 28.1.2025 21:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. 26.1.2025 21:00
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26.1.2025 16:43