Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. 7.6.2020 16:25
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7.6.2020 15:18
Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins. 7.6.2020 13:42
Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. 7.6.2020 13:21
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7.6.2020 11:40
WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6.6.2020 17:07
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6.6.2020 16:26
Ætla að tryggja að skimanir falli ekki niður Tryggt verður að krabbameinsskimanir falli ekki niður þegar Landspítala verður falin ábyrgð á skimun fyrir brjóstakrabbameini í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri í lok árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. 6.6.2020 16:06
Unglingar í sjálfheldu í Kjósarskarði Björgunarsveitir aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. 6.6.2020 15:10
Ákærð fyrir fíkniefnaframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. 6.6.2020 13:28