Andri Eysteinsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu

Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf.

Los Angeles býður upp á fría skimun

Borg englanna, stærsta borg vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles verður brátt fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að bjóða fríar skimanir vegna kórónuveirunnar.

Jóhann Gunnar kjörinn varaformaður BHM

Lögfræðingurinn Jóhann Gunnar Þórarinsson hefur verið kjörinn nýr varaformaður Bandalags Háskólamanna (BHM). Jóhann bar sigurorð af Guðfinni Þór Newman í rafrænni kosningu á aðalfundi félagsins.

Dreifa kjúklingaskít til að koma í veg fyrir hópamyndun

Yfirvöld sænsku borgarinnar Lundar á Skáni munu grípa til þess ráðs að dreifa kjúklingaskít um almenningsgarð borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir myndun hópa þegar Valborgarmessu er fagnað aðfaranótt 1. maí.

Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu

„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Sjá meira