Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistað í Reykjavík um helgina. Við verðum í beinni frá þinginu og förum yfir þetta mál og önnur sem hafa verið þar til umræðu í dag.

Rútuslys á Holta­vörðu­heiði

Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Kon­ráð frá Arion banka til Þór­dísar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka.

Húsnæðisstuðningur við Grind­víkinga fyrir 240 milljónir á mánuði

Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga.

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur um húsnæðisstuðning við Grind­víkinga

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 11:30 í dag. Á fundinum munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra ræða húsnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur.

Marel rauk upp áður en lokað var fyrir við­skipti

Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Marel í morgun. Gengi bréfanna rauk upp um tæplega þrjátíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé félagins. Opnað hefur verið fyrir viðskiptin á ný.

Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast á­rásinni á Litla-Hrauni

Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 

Elsta stein­hús bæjarins ó­nýtt

Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu.

Sjá meira