Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni

Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi.

Ó­trú­leg björgun af brennandi þaki

Myndskeið sýnir ótrúlega björgun manns af brennandi húsþaki í Reading á Englandi í dag. Viðbragðsaðilar slökuðu búri til mannsins með krana og hífðu hann svo á brott.

Fá ekki ó­heftan að­gang en hafa náð að bjarga nánast öllu

Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður.

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði

Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Óútskýrðar hvítar flygsur en ekki hnífur

Alexander Máni Björnsson var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hann var sýknaður af ákæru um eina tilraun til manndráps þar sem ekki var talið sannað að hann hefði lagt að þriðja brotaþolanum með hnífi. Verjandi hans staðhæfði að annar hnífur hafi sést á myndskeiði frá vettvangi en dómari telur að um „hvítar flygsur“ hafi verið að ræða frekar en hníf.

Svona var upplýsingafundur Al­manna­varna

Farið verður yfir stöðuna við Grindavík og fjallað um líðan á óvissutímum á upplýsingafundi Almannavarna. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Sjá meira