Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skrímsli í sjó og staðan á Reykja­nesi

Sprengisandur hefst með Þorvaldi Friðrikssyni, þeim sama og kom róti á huga Íslendinga fyrir ári með bók sinni um keltnesk áhrif á Íslandi. Nú er hann að skrifa um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi, fullviss um að þau séu raunveruleg.

Í­búar og fyrir­tæki mega fara til Grinda­víkur

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15.

Hand­tóku mann og losnuðu svo ekki við hann

Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur.

Danskur stjórnarþingmaður á fimm­tán ára gamla kærustu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu.  „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn.

Ekki sjálf­sögð krafa að fara inn á hættu­svæði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Sjá meira