Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rafmagnsbruni truflar út­sendingar Stöðvar 2

Rafmagnsbruni kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Útsending liggur því niðri á Stöð 2 Sport 3, 4, og 5. Bilunin truflar ekki dagskrá eins og er og unnið er að viðgerð. 

Sam­hljóða á­kærur leiddu til þungra dóma

Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá.

„Það er mikil­vægt að fólk hlýði þessum boðum“

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað.

Lands­réttur snýr frá­vísuninni við

Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls.

Stað­festa skipun Ruttes

Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO.

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Aðal­með­ferð í Bátavogsmálinu hafin

Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september síðasta árs, hófst í dag. Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin taki þrjá daga og meðal gagna í málinu eru myndskeið þar sem sjá má og heyra Dagbjörtu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum.

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald daginn eftir frá­vísun

Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi.

Ekki vön því að tala um eigin­mann sinn sem frjálsan mann

Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð.

Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins

Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra.

Sjá meira