Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 18. mars 2025 14:41 Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira