Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum.

Fær 215 milljóna króna styrk til að rann­saka mál­notkun þing­manna

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum.

Fær engin svör og var sagt að senda póst

Lögmaður sem gætir hagsmuna kvennanna tveggja sem hafa verið í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 síðan eldsnemma í morgun segist engin svör hafa fengið frá lögreglunni.

Lög­regla hafi bakað ríkinu bóta­skyldu

Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn.

Til­kynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent

Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári.  Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent.  Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni.

Má ekki heita Annamaría

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri.

Sjá meira