„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Árni Sæberg skrifar 30. ágúst 2023 12:13 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Lilja sátt með skýrslu Lilju Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir þó að skýrslan sé ekki neikvæð. „Það er gott að fá þessa skýrslu, hún er yfirgripsmikil og það er búið að kafa ofan í ýmis atriði. Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Vaxtamunur hefur verið að lækka hjá heimilum og það kemur berlega í ljós og það er auðvitað okkar áhersla að sjá til þess að íslensk heimili og fyrirtæki séu að fá bankaþjónustu á eins góðu verði og við getum mögulega veitt.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bankarnir þurfi helst að lækka gengisálag og vaxtamun. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að aukin samkeppni og viðbrögð stjórnenda bankanna verði þess eðlis að þeir láti íslenska neytendur njóta þess að þeir hafi verið að hagræða,“ sagði Lilja. Landsbankinn komi sérstaklega vel út Lilja Björk segir að Landsbankinn komi vel út úr skýrslunni en alltaf megi gera betur. „Við sjáum greinilega í skýrslunni að gjöld hafa ekki hækkað að raunvirði. Þau hafa staðið í stað þrátt fyrir verðlagshækkanir. Þannig að það kemur mjög vel út fyrir okkur sérstaklega, Landsbankinn kemur mjög vel út í þessum samanburði. En við megum alltaf gera betur, en við erum líka að veita mjög víðtæka þjónustu til alls landsins og verðum auðvitað að sækja þann kostnað einhvern veginn. Módelið er það að þau borga sem nota, við sjáum það líka í samanburði við Norðurlöndin, þar borgar þú til dæmis árgjöld, hjá okkur borgar þú miðað við notkun.“ Þá sé vaxtamunur á þeirri þjónustu sem fólk notar mest aðeins tvö prósent og hafi aldrei verið lægri. „Þannig að við sjáum mjög góða hluti líka sem við erum að vinna að og við munum halda áfram að vinna að þessu fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. En skýrslan er flott og yfirgripsmikil og við fögnum henni,“ segir Lilja Björk. Hvetur bankastjóra til að taka höndum saman við neytendur Formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna sína meðal annars fram á það að vaxtamunur bankanna sé allt of hár og fari hækkandi. Þá sé ljóst að samkeppni sé ekki næg á bankamarkaði og hann skorar á stjórnendur bankanna að bregðast við skýrslunni Breki kom að gerð skýrslunnar.Stöð 2/Sigurjón „Þetta sýnir bara það að það er ekki fullkomin samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Við náttúrulega skorum á stjórnendur bankanna að bregðast við þessari skýrslu og taka höndum saman með okkur neytendum og lækka arðsemiskröfur sína. Arðsemi bankanna hefur hækkað töluvert á undanförnum árum, við sjáum að vaxtamunur hér er hærri en í nágrannalöndum okkar og það eru virkilega mikil tækifæri til að lækka álögur á okkur neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Lilja sátt með skýrslu Lilju Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir þó að skýrslan sé ekki neikvæð. „Það er gott að fá þessa skýrslu, hún er yfirgripsmikil og það er búið að kafa ofan í ýmis atriði. Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Vaxtamunur hefur verið að lækka hjá heimilum og það kemur berlega í ljós og það er auðvitað okkar áhersla að sjá til þess að íslensk heimili og fyrirtæki séu að fá bankaþjónustu á eins góðu verði og við getum mögulega veitt.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bankarnir þurfi helst að lækka gengisálag og vaxtamun. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að aukin samkeppni og viðbrögð stjórnenda bankanna verði þess eðlis að þeir láti íslenska neytendur njóta þess að þeir hafi verið að hagræða,“ sagði Lilja. Landsbankinn komi sérstaklega vel út Lilja Björk segir að Landsbankinn komi vel út úr skýrslunni en alltaf megi gera betur. „Við sjáum greinilega í skýrslunni að gjöld hafa ekki hækkað að raunvirði. Þau hafa staðið í stað þrátt fyrir verðlagshækkanir. Þannig að það kemur mjög vel út fyrir okkur sérstaklega, Landsbankinn kemur mjög vel út í þessum samanburði. En við megum alltaf gera betur, en við erum líka að veita mjög víðtæka þjónustu til alls landsins og verðum auðvitað að sækja þann kostnað einhvern veginn. Módelið er það að þau borga sem nota, við sjáum það líka í samanburði við Norðurlöndin, þar borgar þú til dæmis árgjöld, hjá okkur borgar þú miðað við notkun.“ Þá sé vaxtamunur á þeirri þjónustu sem fólk notar mest aðeins tvö prósent og hafi aldrei verið lægri. „Þannig að við sjáum mjög góða hluti líka sem við erum að vinna að og við munum halda áfram að vinna að þessu fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. En skýrslan er flott og yfirgripsmikil og við fögnum henni,“ segir Lilja Björk. Hvetur bankastjóra til að taka höndum saman við neytendur Formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna sína meðal annars fram á það að vaxtamunur bankanna sé allt of hár og fari hækkandi. Þá sé ljóst að samkeppni sé ekki næg á bankamarkaði og hann skorar á stjórnendur bankanna að bregðast við skýrslunni Breki kom að gerð skýrslunnar.Stöð 2/Sigurjón „Þetta sýnir bara það að það er ekki fullkomin samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Við náttúrulega skorum á stjórnendur bankanna að bregðast við þessari skýrslu og taka höndum saman með okkur neytendum og lækka arðsemiskröfur sína. Arðsemi bankanna hefur hækkað töluvert á undanförnum árum, við sjáum að vaxtamunur hér er hærri en í nágrannalöndum okkar og það eru virkilega mikil tækifæri til að lækka álögur á okkur neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira