Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spáir stjórnarslitum á aðventunni

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu.

Gripinn með fjöru­tíu grömm af kókaíni í Eyjum

Einn hefur verið handtekinn grunaður um umfangsmikla sölu fíkniefna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan lagði hald á fjörutíu grömm kókaíns, sem maðurinn hafði í fórum sínum.

Heims­frægur barna­níðingur í lífs­hættu eftir stungu­á­rás

Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Styttir upp með kvöldinu

Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar.

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tón­leika

Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag.

Sjá meira