Gripinn með fjörutíu grömm af kókaíni í Eyjum Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 11:35 Maðurinn var handtekinn inni í bænum. Vísir/Vilhelm Einn hefur verið handtekinn grunaður um umfangsmikla sölu fíkniefna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan lagði hald á fjörutíu grömm kókaíns, sem maðurinn hafði í fórum sínum. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að hún hafi haft í nægu að snúast gærkvöldi og nótt. Flest verkefni hafi verið tengd ölvun og fangageymslur hafi verið fullar um tíma. Fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp og í einu þeirra hafi maður verið grunaður um sölu. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjórans í Vestmannaeyjum var aðeins um neysluskammta að ræða í hinum málunum þrettán. Sá sem grunaður er um sölu hafi gert hana út úr bænum en ekki inni í Herjólfsdal. Ekki talið tengjast fyrra máli Hann hafi verið handtekinn og fjörutíu grömm af kókaíni gerð upptæk. Miðað við verðkönnun SÁÁ frá því maí má reikna með að götuvirði efnisins sé um 660 þúsund krónur. Þá er ekki reiknað með hugsanlegu þjóðhátíðarálagi. Í gær var greint frá því að fimmtán fíkniefnamál hafi komið upp á föstudag og einn hafi verið grunaður um sölu. Karl Gauti segir þann ekki hafa verið með jafnmikið magn og sá sem var handtekinn í gær og að ekki sé talið að málin tengist. Eitt kynferðisbrot á borði lögreglu Í tilkynningu segir að eitt kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu og að rannsókn málsins sé vel á veg komin. Karl Gauti segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Þá hafi tvær minniháttar líkamsárásir verið tilkynntar og einn stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Fíkniefnabrot Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. 5. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að hún hafi haft í nægu að snúast gærkvöldi og nótt. Flest verkefni hafi verið tengd ölvun og fangageymslur hafi verið fullar um tíma. Fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp og í einu þeirra hafi maður verið grunaður um sölu. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjórans í Vestmannaeyjum var aðeins um neysluskammta að ræða í hinum málunum þrettán. Sá sem grunaður er um sölu hafi gert hana út úr bænum en ekki inni í Herjólfsdal. Ekki talið tengjast fyrra máli Hann hafi verið handtekinn og fjörutíu grömm af kókaíni gerð upptæk. Miðað við verðkönnun SÁÁ frá því maí má reikna með að götuvirði efnisins sé um 660 þúsund krónur. Þá er ekki reiknað með hugsanlegu þjóðhátíðarálagi. Í gær var greint frá því að fimmtán fíkniefnamál hafi komið upp á föstudag og einn hafi verið grunaður um sölu. Karl Gauti segir þann ekki hafa verið með jafnmikið magn og sá sem var handtekinn í gær og að ekki sé talið að málin tengist. Eitt kynferðisbrot á borði lögreglu Í tilkynningu segir að eitt kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu og að rannsókn málsins sé vel á veg komin. Karl Gauti segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Þá hafi tvær minniháttar líkamsárásir verið tilkynntar og einn stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Fíkniefnabrot Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. 5. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. 5. ágúst 2023 12:49