Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hval­veiðar, Ís­lands­banka­málið og kyn­hlut­laust mál

Sprengisandur dagsins hefst á rökræðum Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Orra Páls Jóhannssonar þingflokksformanns Vinstri grænna. SFS hefur í höndum lögfræðiálit sem segir að frestun hvalveiða sé í andstöðu við lög. Orri Páll er aldeilis ekki sammála þeirri niðurstöðu.

Sólin færir sig suður

Í dag og næstu daga verður viðsnúningur í veðrinu frá því sem verið hefur. Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- og Suðvesturlandi og einnig hlýjast á meðan blautt verður á köflum, lágskýjað og svalara í öðrum landshlutum.

Nafn mannsins sem lést á Lúx

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.

Veiðum frestað eins lítið og unnt var

Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert.  Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september.

Ók ó­léttri konu heim og rak hana í leiðinni

Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni.

Bjart framan af en von á kröftugum skúrum

Lægðin sem legið hefur yfir landinu að undanförnu er nú að þokast til suðausturs. hún dregur norðlæga átt eftir sér inn á landið. Það mun gefa vætu á köflum fyrir norðan og austan og fremur svalt veður. Sunnan heiða verður bjart fyrripart dags en svo má búast við nokkuð kröftugum skúrum sem enst geta fram á kvöld. 

Sven sem Jobs kom RÚV í klandur

Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 

Sjá meira