Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ung­lingar játuðu að partíið væri vand­ræða­legt

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða

Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt.

Hefja gjald­töku við Fjaðrár­gljúfur

Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu.

Tók byssu af landamæraverði og drap tvo

Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið.

Bol­sonaro bannað að bjóða sig fram

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra.

Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði

Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða.

Sjá meira