Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lík Jay Slater fundið

Spænska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst af manni á Tenerife fyrr í dag er af Jay Slater. Við fyrstu sýn virðist eins og um slys hafi verið að ræða.

Á­kærður vegna andlátsins í Naustahverfi

Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.

Berg­lind gengin í eigendahópinn

Nýverið bættist Berglind Hákonardóttir í eigendahóp PwC. Berglind hefur starfað hjá PwC um sextán ára skeið og nú eru samtals fimmtán eigendur hjá PwC.

Skip­stjórinn var drukkinn og skipaði stýri­manni að sigla á brott

Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn.

Bjart­mar ráðinn að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri

Malbikstöðin hefur ráðið Bjartmar Stein Guðjónsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins. Bjartmar er lögfræðingur að mennt og kemur yfir til Malbikstöðvarinnar frá Samtökum iðnaðarins, þar sem hann starfaði sem viðskiptastjóri á mannvirkjasviði.

Í­búar Grafar­holts geta tekið til matar síns á ný

Verslun Krónunnar að Þjóðhildarstíg í Grafarholti hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokað í lok maí. Síðan þá hafa íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals þurft að leita út fyrir hverfið að matvöru.

Sóttu fram­kvæmda­stjóra þing­flokks til SA

Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni.

Hjólar í Ís­land vegna veikindaréttar at­vinnu­lausra

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að vísa máli sem varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum vegna tímabundinnar dvalar bótaþega í öðru EES-ríki til EFTA-dómstólsins. Stofnunin telur Ísland brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að fella niður bætur þegar fólk fer úr landi til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu.

Skip­verjarnir á­kærðir

Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí.

Sjá meira