Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríf­lega þrjá­tíu milljarða króna

Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum.

Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða

Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna.

Virða niður­stöðu Ís­lands­banka

Stjórn Arion banka kveðst virða niðurstöðu stjórnar Íslandsbanka um að ganga ekki að boði um samrunaviðræður og þakka henni fyrir hafa gefið sér tíma til að meta gaumgæfilega sýndan áhuga.

Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur.

Vilja komast í bækur bankanna án dóms­úr­skurðar

Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman

Gjaldþrota veitingamaður mátti greiða innflytjanda Coca-Cola á Íslandi tæplega þrjátíu milljónir króna, rétt áður en hann varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi innflytjandann ekki hafa verið grandsaman um ógjaldfærni veitingamannsins þrátt fyrir að félög hans væru í verulegum fjárhagsvanda.

Konan er fundin

Konan sem Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir í morgun er fundin. Ekki hafði sést til hennar í rúma viku.

Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins

Síminn hefur tilkynnt að dómur Hæstaréttar, um 400 milljóna króna stjórnvaldssekt, muni lækka afkomuspá félagsins um sömu upphæð. Dómurinn er sagður valda verulegum vonbrigðum.

Sjá meira