Stjórn Íslandsbanka ákvað á fundi sínum í gær, 27. febrúar, að afþakka boð Arion banka um samrunaviðræður sem sent var stjórninni fyrir tveimur vikum.
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar segir að það sé sannfæring stjórnar Arion banka að samruni bankanna feli í sér einstakt tækifæri til breytinga á íslensku fjármálakerfi og sé jákvæður valkostur fyrir neytendur, hluthafa og íslenskt efnahagslíf.
„Þó að ekki verði af samrunaviðræðum nú, vonar stjórn Arion banka að hugmyndin verði kveikja að frekari umræðu um skipan og umgjörð fjármálakerfisins og hvernig það geti best sinnt hlutverki sínu með skilvirkum og hagkvæmum hætti.“
Í tilkynningu Íslandsbanka í gær sagði að stjórnin liti svo á að samruninn væri ákjósanlegur en ólíklegt væri að samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir honum fengist.