Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vöru­við­skipta­halli jókst mikið milli ára

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands var vöruskiptajöfnuður neikvæður um 33,9 milljarða króna í maí síðastliðnum. Á sama tíma í fyrra var jöfnuðurinn neikvæður um 26,8 milljarða, eða 7,1 milljarði minna en í ár.

Stærsti mánuður Play frá upp­hafi

Farþegar Play voru 128.894 í maí síðastliðnum. Um er að ræða 26 prósent fjölgun milli mánaða og metfjölda hjá flugfélaginu unga.

Björguðu ferða­manni í sjálf­heldu í Þak­gili

Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns, sem hafði villst út af gönguleið í Þakgili undir Mýrdalsjökli og var kominn í sjálfheldu.

Dr. Gunni genginn út

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, og myndlistarkonan Helena Hans­dótt­ir Asp­e­lund eru nýtt par.

Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkis­stjórnarinnar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í ágreininginn í viðræðum BSRB og sveitarfélaganna en í morgun sleit sáttasemjari viðræðum fulltrúa þeirra eftir aðeins klukkustundar fund, þar sem ekkert nýtt kom fram. 

Far­þegum fjölgaði um sex­tán prósent milli ára

Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár.

Sjá meira