Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skíða­fólkið á Vatna­jökli finnst ekki

Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu.

Á­form um nýja sela­laug sett á ís

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. Framkvæmdir hófust síðasta haust og búið var að grafa stærðarinnar holu þar sem laugin átti að vera. Nú verður fyllt upp í holuna.

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Við­snúningur í milljarða­deilu ALC og Isavia

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flugvélaleigan ALC og íslenska ríkið skyldu greiða Isavia 2,5 milljarða króna í skaðabætur vegna kyrrsetningar á flugvél sem hið sáluga Wow air hafði haft á leigu.

Tveir slasaðir eftir árekstur strætós og fólksbíls

Nokkrar umferðartafir voru fyrir skömmu neðst á Suðurlandsbraut í vesturátt eftir að strætisvagni var ekið aftan á fólksbíl á gatnamótum. Sjúkralið fór vettvang að hlúa að tveimur, sem eru með minniháttar áverka.

Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skil­orðs­bundinn

Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára.

Biðja fyrr­verandi nemanda af­sökunar fyrir að hafa ekki tekið á sögu­sögnum

Menntaskólinn á Akureyri hefur beðið fyrrverandi nemanda skólans afsökunar fyrir að hafa ekki tekið á sögusögnum um meint kynferðisbrot hans. Nemandinn hætti námi við skólann vegna sögusagnanna og ásakana á hendur honum. Mál sama nemanda var í hámæli síðasta haust þegar nemendur MH mótmæltu því að hann fengi að stunda nám við skólann þrátt fyrir meint brot.

Slær líka á putta Kópa­vogs vegna nem­enda­kerfis

Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra.

Samið um vopna­hlé sem er þó frekar í orði en á borði

Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða

Sjá meira