Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Byggja 115 í­búðir á Kirkju­sands­reit

Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík.

Sóttu slasaðan fjór­hjóla­mann

Síðdegis í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fjórhjólamanns sem slasast hafði við fjallið Strút á Mælifellssandi.

Dómar fyrir að smygla inn kókaín­fylltri jóla­styttu mildaðir

Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi.

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Stjarna úr The Wire látin

Leikarinn Lance Riddick, sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, er látinn aðeins sextugur að aldri.

Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi

Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“

Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar hel­vítis lygar“

Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar hel­vítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu.

Sjá meira