Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2024 14:31 Aðstoðarmannaherinn samankominn. Ljóst er að þeir þurfa nú að fara að líta í kringum sig og sumir fyrr en aðrir. Myndirnar eru af vef Stjórnarráðsins. Vísir Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. Nýjustu fréttir af aðstoðarmönnum eru frá í dag, þær að Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hafi verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Konráð Guðjónsson var aðstoðarmaður Þórdísar og fór með henni yfir í fjármálaráðuneytið þar sem Þórdís staldraði stutt við. Fljótlega eftir að Þórdís færði sig aftur yfir í utanríkisráðuneytið var Konráð ráðinn efnhagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Fyrir var Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir aðstoðarmaður Þórdísar. Reglulega er nefnt að kerfið hafi blásið út undanfarin árin, í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er á lokametrunum. Víst er að ráðherraembættin hafa aldrei verið jafn mörg og þau eru nú, eða tólf talsins, og því ljóst að aðstoðarmenn ráðherra hafa aldrei verið fleiri en nú eða tuttugu og fjórir talsins. Þar við bætast þrír sérlegir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Þó svo að almenningur borgi launin þarf ekki að auglýsa þessar stöður sérstaklega heldur eru aðstoðarmennirnir valdir af hverjum ráðherra fyrir sig. Aðstoðarmenn ráðherra eru oftar en ekki valdir með það fyrir augum að um sé að ræða undirbúning fyrir frama á pólitískum vettvangi. Um það eru mörg dæmi og er þá leitað innan flokkanna eftir fólki. Hvað aðstoðarmenn gera er eflaust breytilegt eftir hverjum ráðherra um sig en launin eru rúmlega 1,5 milljón króna á mánuði sem er vel yfir meðallaunum á Íslandi. Konungur aðstoðarmannanna er Bjarni sjálfur Konungur aðstoðarmannanna eðli máls samkvæmt er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Sérlegir aðstoðarmenn hans eru Hersir Aron Ólafsson og Áslaug Friðriksdóttir. Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar, sem hafa þá aðstöðu innan forsætisráðuneytisins eru Dagný Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir sem bættust í hópinn í Stjórnarráðinu í tíð Katrínar Jakobsdóttur. Áslaug var þá ráðin aðstoðarmaður Bjarna þegar hann tók við sem forsætisráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir sótti fast að fá setu við ríkisstjórnarborðið, hún fékk það og varð dómsmálaráðherra. Vék þá Jón Gunnarsson og hans aðstoðarmenn. Aðstoðarmenn Guðrúnar eru þau Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að sitja áfram sem fjármálaráðherra í starfsstjórn. Og þá aðstoðarmenn hans einnig sem eru Ingveldur Sæmundsdóttir og Sigtryggur Magnason sem hefur unnið sér það til frægðar að vera helsti slagorðasmiður Framsóknarflokksins. Hann er eflaust með höfuðið í bleyti nú um stundir: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“ er til að mynda úr hans smiðju. Þessir aðstoðarmenn fá gálgafrest Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og hún er eins og aðrir ráðherrar með tvo aðstoðarmenn. Andri Steinn Hilmarsson er annar sem ráðinn var inn tímabundið í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Hin er Áslaug Hulda Jónsdóttir. Willum Þór Þórsson situr sem fastast sem heilbrigðisráðherra og hans aðstoðarmenn eru Sigurjón Jónsson og Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir. Þau geta farið að pakka en fá gálgafrest meðan starfsstjórnin er að verkum og í raun verða þau á launum þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn, sem enginn veit hvað tekur langan tíma. Frá þeim tíma tekur við þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrrum samherjar en nú erkióvinir. Bjarni Benediktsson en hans aðstoðarmenn verða enn um sinn fastir fyrir en það er skammgóður vermir. Svandís Svavarsdóttir er hins vegar hætt og þar með hennar aðstoðarfólk.vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur gengt ráðuneyti sem heitir menningar- og viðskiptaráðuneyti. Hún er með tvo aðstoðarmenn, þau Hafþór Eide Hafþórsson og Jóhönnu Hreiðarsdóttur. Þau bíða nú á kantinum þess sem verða vill. Mennta- og barnamálaráðherra er svo Ásmundur Einar Daðason. Hann eins og aðrir er með tvo aðstoðarmenn sem gætu verið farnir að líta í kringum sig eftir nýju starfi: Kristjana Arnardóttir, sem nýverið lét af störfum sem íþróttafréttmaður RÚV til að aðstoða ráðherra en hún kom í stað Sóleyjar Ragnarsdóttur, og svo er Teitur Erlingsson. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er með tvo aðstoðarmenn og eru þeir Unnur Brá Konráðsdóttir sem áður var forseti Alþingis fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og svo Steinar Ingi Kolbeins. Þessir aðstoðarmenn þurfa að pakka strax Víkur þá loks sögunni að aðstoðarmönnum ráðherra Vinstri grænna en eins og fram hefur komið eru þeir ráðherrar nú óbreyttir þingmenn og aðstoðarmenn þeirra fá þrjá mánuði til að finna sér nýtt starf. Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins var í gær innviðaráðherra en eins og fram kom í fréttum í gær var hún í óðaönn við að pakka í sinni skrifstofu. Þar var hún að rogast með þunga kassa en aðstoðarmennina var hins vegar hvergi að sjá. Þau eru Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var þar til í gær félags- og vinnumarkaðsráðherra. Aðstoðarmenn hans voru Bjarki Þór Grönfeldt og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og þau eru líkast til nú í þessum töluðum orðum að hjálpa honum að taka saman í kassa. Og að endingu er það þriðji ráðherra Vinstri grænna, matvælaráðherrann Bjarkey Olsen. Hún var eins og aðrir ráðherrar með tvo aðstoðarmenn sem nú aðstoða hvorki einn né neitt. Því ráðherrar Vinstri grænna eru hættir, farnir og taka ekki lengur þátt í þessu asnalega leikriti, eins og segir í leikbókmenntunum. Bjarki Hjörleifsson er aðstoðarmaður Bjarkeyjar ásamt Pálínu Axelsdóttur Njarðvík. Auk þessara aðstoðarmanna sem hér hafa verið nefndir til sögunnar er starfandi í ráðuneytunum heill her ráðgjafa, lögfræðinga, upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir eru hins vegar ráðnir beint til ráðuneytanna meðan aðstoðarmennirnir koma og fara allt eftir því hvernig hinir pólitísku vindar blása. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Fréttaskýringar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira
Nýjustu fréttir af aðstoðarmönnum eru frá í dag, þær að Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hafi verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Konráð Guðjónsson var aðstoðarmaður Þórdísar og fór með henni yfir í fjármálaráðuneytið þar sem Þórdís staldraði stutt við. Fljótlega eftir að Þórdís færði sig aftur yfir í utanríkisráðuneytið var Konráð ráðinn efnhagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Fyrir var Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir aðstoðarmaður Þórdísar. Reglulega er nefnt að kerfið hafi blásið út undanfarin árin, í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er á lokametrunum. Víst er að ráðherraembættin hafa aldrei verið jafn mörg og þau eru nú, eða tólf talsins, og því ljóst að aðstoðarmenn ráðherra hafa aldrei verið fleiri en nú eða tuttugu og fjórir talsins. Þar við bætast þrír sérlegir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Þó svo að almenningur borgi launin þarf ekki að auglýsa þessar stöður sérstaklega heldur eru aðstoðarmennirnir valdir af hverjum ráðherra fyrir sig. Aðstoðarmenn ráðherra eru oftar en ekki valdir með það fyrir augum að um sé að ræða undirbúning fyrir frama á pólitískum vettvangi. Um það eru mörg dæmi og er þá leitað innan flokkanna eftir fólki. Hvað aðstoðarmenn gera er eflaust breytilegt eftir hverjum ráðherra um sig en launin eru rúmlega 1,5 milljón króna á mánuði sem er vel yfir meðallaunum á Íslandi. Konungur aðstoðarmannanna er Bjarni sjálfur Konungur aðstoðarmannanna eðli máls samkvæmt er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Sérlegir aðstoðarmenn hans eru Hersir Aron Ólafsson og Áslaug Friðriksdóttir. Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar, sem hafa þá aðstöðu innan forsætisráðuneytisins eru Dagný Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir sem bættust í hópinn í Stjórnarráðinu í tíð Katrínar Jakobsdóttur. Áslaug var þá ráðin aðstoðarmaður Bjarna þegar hann tók við sem forsætisráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir sótti fast að fá setu við ríkisstjórnarborðið, hún fékk það og varð dómsmálaráðherra. Vék þá Jón Gunnarsson og hans aðstoðarmenn. Aðstoðarmenn Guðrúnar eru þau Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að sitja áfram sem fjármálaráðherra í starfsstjórn. Og þá aðstoðarmenn hans einnig sem eru Ingveldur Sæmundsdóttir og Sigtryggur Magnason sem hefur unnið sér það til frægðar að vera helsti slagorðasmiður Framsóknarflokksins. Hann er eflaust með höfuðið í bleyti nú um stundir: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“ er til að mynda úr hans smiðju. Þessir aðstoðarmenn fá gálgafrest Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og hún er eins og aðrir ráðherrar með tvo aðstoðarmenn. Andri Steinn Hilmarsson er annar sem ráðinn var inn tímabundið í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Hin er Áslaug Hulda Jónsdóttir. Willum Þór Þórsson situr sem fastast sem heilbrigðisráðherra og hans aðstoðarmenn eru Sigurjón Jónsson og Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir. Þau geta farið að pakka en fá gálgafrest meðan starfsstjórnin er að verkum og í raun verða þau á launum þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn, sem enginn veit hvað tekur langan tíma. Frá þeim tíma tekur við þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrrum samherjar en nú erkióvinir. Bjarni Benediktsson en hans aðstoðarmenn verða enn um sinn fastir fyrir en það er skammgóður vermir. Svandís Svavarsdóttir er hins vegar hætt og þar með hennar aðstoðarfólk.vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur gengt ráðuneyti sem heitir menningar- og viðskiptaráðuneyti. Hún er með tvo aðstoðarmenn, þau Hafþór Eide Hafþórsson og Jóhönnu Hreiðarsdóttur. Þau bíða nú á kantinum þess sem verða vill. Mennta- og barnamálaráðherra er svo Ásmundur Einar Daðason. Hann eins og aðrir er með tvo aðstoðarmenn sem gætu verið farnir að líta í kringum sig eftir nýju starfi: Kristjana Arnardóttir, sem nýverið lét af störfum sem íþróttafréttmaður RÚV til að aðstoða ráðherra en hún kom í stað Sóleyjar Ragnarsdóttur, og svo er Teitur Erlingsson. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er með tvo aðstoðarmenn og eru þeir Unnur Brá Konráðsdóttir sem áður var forseti Alþingis fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og svo Steinar Ingi Kolbeins. Þessir aðstoðarmenn þurfa að pakka strax Víkur þá loks sögunni að aðstoðarmönnum ráðherra Vinstri grænna en eins og fram hefur komið eru þeir ráðherrar nú óbreyttir þingmenn og aðstoðarmenn þeirra fá þrjá mánuði til að finna sér nýtt starf. Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins var í gær innviðaráðherra en eins og fram kom í fréttum í gær var hún í óðaönn við að pakka í sinni skrifstofu. Þar var hún að rogast með þunga kassa en aðstoðarmennina var hins vegar hvergi að sjá. Þau eru Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var þar til í gær félags- og vinnumarkaðsráðherra. Aðstoðarmenn hans voru Bjarki Þór Grönfeldt og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og þau eru líkast til nú í þessum töluðum orðum að hjálpa honum að taka saman í kassa. Og að endingu er það þriðji ráðherra Vinstri grænna, matvælaráðherrann Bjarkey Olsen. Hún var eins og aðrir ráðherrar með tvo aðstoðarmenn sem nú aðstoða hvorki einn né neitt. Því ráðherrar Vinstri grænna eru hættir, farnir og taka ekki lengur þátt í þessu asnalega leikriti, eins og segir í leikbókmenntunum. Bjarki Hjörleifsson er aðstoðarmaður Bjarkeyjar ásamt Pálínu Axelsdóttur Njarðvík. Auk þessara aðstoðarmanna sem hér hafa verið nefndir til sögunnar er starfandi í ráðuneytunum heill her ráðgjafa, lögfræðinga, upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir eru hins vegar ráðnir beint til ráðuneytanna meðan aðstoðarmennirnir koma og fara allt eftir því hvernig hinir pólitísku vindar blása.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Fréttaskýringar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira