Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:51 Sigurlaug Hreinsdóttir er móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017. Stöð 2 Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“ Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún. Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún.
Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent