Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir.

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgaði sex sinnum meira en ís­lenskum

Alls voru 78.259 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní síðastliðinn og þeim fjölgaði um 3.836 frá 1. desember 2023 eða um 5,2 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 659 eða um 0,2 prósent. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæplega sex fyrir hvern íslenskan.

Stunginn í heima­húsi í Súða­vík

Ungur karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Súðavík seint í gærkvöldi, grunaður um að hafa stungið mann. Maðurinn hlaut lífshættuleg stungusár og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hann er nú kominn úr lífshættu.

Skúli Óskars­son er látinn

Skúli Margeir Óskarsson kraftlyftingamaður lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 9. júní. Skúli varð fyrstur íslenskra íþróttamanna til að setja heimsmet, þegar hann setti heimsmet í réttstöðulyftingum árið 1980 og var brautryðjandi á sviði kraftlyftinga á Íslandi.

Sjá meira