Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu

Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn.

Skúli skipaður hæsta­réttar­dómari

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst.

Davíð Þór hættir og Ei­ríkur nýr vara­for­seti

Á fundi Landsréttardómara þann 23. maí 2024 var Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar frá 1. september 2024 til 1. ágúst 2027. Hann tekur við sem varaforseti af Davíð Þór Björgvinssyni Landsréttardómara, sem lætur af störfum að eigin ósk.

Leifar af heimskautavetrinum valda usla

Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins.

Sam­runinn hefði haft um­tals­verð skað­leg á­hrif

Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði.

Niður­stöður talningar: Kjör­sókn með besta móti

Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent.

Dauð­þreyttur Jón eyddi átta milljónum króna

Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki.

Aukafréttatími Stöðvar 2

Í tilefni forsetakosninga í gær er blásið til aukafréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu 12.

Fólk streymir í Bláa lónið á ný og sér eld­gosið vel

Gestum verður hleypt ofan í Bláa lónið klukkan 11:30, í fyrsta skipti síðan eldgos hófst á miðvikudag. Ágætisútsýni er yfir gosstöðvarnar frá lóninu, en aðeins þeim sem eiga miða í lónið er hleypt inn á svæðið.

Sjá meira