Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar.

Bjarni lét full­trúa Rússa heyra það vegna Navalnís

Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.

Netþrjótar þykjast enn vera Sig­ríður Björk

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú aftur tilkynningar um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglu.

Draumur marx­ista um fría lóð endan­lega úti

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess.

Upp með sér að vera and­lag „smjör­klípu“ Össurar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins.

Golfbíllinn fannst kaldur og yfir­gefinn í Mosfellsdal

Golfbíll Sigurðar Sveinssonar, Skolli, er kominn í leitirnar. Hann fannst í skóglendi í Mosfellsdal og því má ætla að hinir ábyrgu sleppi við að Sigurður dýfi þeim í tjöru og fiðri, líkt og hann hafði hótað.

Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrotta­legt of­beldi gegn fyrr­verandi

Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt.

„Það hefur ná­kvæm­lega enginn komið að máli við mig“

Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð.

Gamla Straumi-Burðarás form­lega slitið

Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu.

Sjá meira