Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 22:38 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr. Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr.
Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira