Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sérhagsmunagæsla verði til þess að afa sé komið fyrir uppi í sveit

Bæjarfulltrúi í Kópavogi fer hörðum orðum um meirihluta bæjarstjórnar og áform hans um að „lífsgæðakjarni“ fyrir eldra fólk verði reistur utan vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Bæjarfulltrúinn segir málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans.

„Þetta er ó­þarfa tjón“

Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík.

Birgitta Líf og Enok birta fyrstu myndina af barninu

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok Jónsson hafa birt fyrstu myndina af barni þeirra. Það kom í heiminn þann 8. febrúar.

Byggð á höfuð­borgar­svæðinu, Reykjanesskaginn og kjara­málin

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, ætla að velta fyrir sér framtíðarmynstri byggðarinnar í kringum höfuðborgarsvæðið á Sprengisandi. Staðan á Reykjanesskaganum og á vinnumarkaði koma einnig við sögu.

Segja göng Hamas liggja undir höfuð­stöðvum UNRWA

Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Festist í póst­kassa

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst heldur óvenjulegt útkall í gærkvöldi. Þá hafði íbúi í miðbæ Reykjavíkur ætlað að spara sér að sækja lykla að póstkassa en orðið fyrir því óláni að festa hendurnar í póstkassanum.

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Al­manna­varnir boða til upplýsingafundar

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Sjá meira