Tekur á líkama og sál að gera þetta Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson samdi á dögunum við nýja atvinnumannadeild í CrossFit, World Fitness Project, líkt og fleiri af bestu CrossFit keppendum heims en það er fyrrverandi atvinnumaðurinn og keppinautur Björgvins, Will Moorad sem stendur að baki deildinni sem er að brjóta blað í sögu íþróttarinnar. 16.1.2025 10:30
Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ „Þetta hefði alveg geta verið ég,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson atvinnumaður í Crossfit um andlát keppinautar síns og kollega, Lazar Dukic, á heimsleikum CrossFit í fyrra. Hann tekur undir gagnrýni sem sett hefur verið fram á skipuleggjendur heimsleikanna og segir það miður að svona sorglegur atburður hafi þurft að eiga sér stað svo hlustað yrði á íþróttafólkið og áhyggjur þeirra. 16.1.2025 07:31
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. 15.1.2025 09:31
„Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Freyr Alexandersson er spenntur fyrir því að reyna við toppbaráttu með einu stærsta liði Norðurlandanna, norska liðinu Brann. Þar eru kröfurnar hins vegar miklar og lítið svigrúm fyrir slæm úrslit. 15.1.2025 07:33
Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14.1.2025 14:53
„Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá ráðningu Sigurðar Ingimundarsonar og Jóns Halldórs Eðvaldssonar í stöðu þjálfara kvennaliðs félagsins í gær. Þessir miklu reynsluboltar, sem eru með nokkra titla á milli sín og hafa báðir gert kvennalið Keflavíkur að Íslands- og bikarmeisturum áður, voru hættir þjálfun en þegar að kallið kom frá félaginu þeirra gátu þeir ekki litið undan. 14.1.2025 12:03
Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14.1.2025 09:26
„Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Íslenski landsliðmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir segir það vilja markvarða íslenska landsliðsins að það sé mikil samkeppni um stöðuna í markrammanum. Samkeppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir íslenska landsliðið er runnið upp og markverðir liðsins hafa verið að gera mjög vel. 13.1.2025 12:02
Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Eftir að hafa skotist fram á stóra sviðið með liði Víkings Reykjavíkur á síðasta ári hefur Gísli Gottskálk Þórðarson verið keyptur til toppliðsins í Póllandi. Hann stekkur strax í djúpu laugina með liðinu og er mættur til Tyrklands í æfingaferð 11.1.2025 09:02
Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Jón Daði Böðvarsson stendur á krossgötum og á næstu vikum ræðst hvort hann verði áfram í útlöndum eða komi heim til Íslands eftir stutta dvöl hjá Hollywood liði Wrexham. 9.1.2025 07:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent