Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. 1.5.2024 10:00
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1.5.2024 08:58
Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. 30.4.2024 10:30
Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. 30.4.2024 09:32
Tók sinn tíma að jafna sig Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. 29.4.2024 15:00
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29.4.2024 12:49
Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. 28.4.2024 08:00
Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27.4.2024 09:01
Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Íslandi HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri. 24.4.2024 10:01
Heldur tryggð við Aston Villa þrátt fyrir áhuga annarra liða Spánverjinn Unai Emery, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2027. Það gerir hann þrátt fyrir áhuga annarra stórliða í Evrópu á hans kröftum. 23.4.2024 12:30