Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Get bara sjálfum mér um kennt“

Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Fylgdi hjartanu og tók á­hættu

Ís­lenska lands­liðs­konan í hand­bolta, Perla Ruth Alberts­dóttir, þurfti að taka stóra á­kvörðun fyrir yfir­standandi tíma­bil. Átti hún að fylgja upp­eldis­fé­lagi sínu Sel­foss niður í næst efstu deild í endur­komu sinni eða halda á önnur mið? Perla á­kvað að halda tryggð við Sel­fyssinga sem hafa reynst ó­stöðvandi á tíma­bilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik.

„Myndi klár­­lega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna“

Undan­farin ár hafa reynst sprett­hlauparanum Guð­björgu Jónu Bjarna­dóttur krefjandi og erfið. Hún bar þó sigur úr býtum í 400 metra hlaupi á Meistara­móti Ís­lands um ný­liðna helgi og hefur fengið byr undir báða vængi með góðri á­kvörðun. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guð­björg ná­lægt því að gefa hlaupa­ferilinn upp á bátinn.

Sæ­var viss um að hag­ræðing úr­­slita hafi átt sér stað

Alla jafna þykja æfingar­leikir tveggja liða ekki mikið frétta­efni en Íslendingaslagur Lyng­by og Ham/Kam í Tyrk­landi á dögunum hefur svo sannar­lega hlotið verð­skuldaða at­hygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam.

Var erfitt sem for­eldri að horfa í spegilinn

Ís­­lenski lands­liðs­­mark­vörðurinn Rúnar Alex Rúnars­­son segir það svaka­­leg for­réttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knatt­­spyrnu­­feril sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað for­eldra­hlut­verkið varðar. 

Alon­so tjáði sig um Mercedes orð­róma: „Staða mín er góð“

Fernando Alon­so, tvö­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og nú­verandi öku­maður Aston Martin, segist ekki hafa átt sam­töl við for­ráða­menn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tíma­bili af­loknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari.

„Ekki drauma­­staða, ég get al­veg sagt það“

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins hefur valið leik­manna­hóp sem tekur þátt í mikil­vægu ein­vígi um laust sæti í A-deild Þjóða­deildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur and­stæðinginn í um­spilinu al­var­lega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Sjá meira