Í skugga kvíða og þunglyndis leitaði Halldór í áfengi: „Þangað til það sprakk“ Íslenski snjóbrettakappinn Halldór Helgason, sem hefur um áraraðir verið einn fremsti snjóbrettamaður heims, hefur greint frá erfiðri upplifun sinni af kvíða og þunglyndi sem orsökuðu það að hann leitaði í enn ríkari máli í áfengi. 24.10.2023 09:01
Einar þakklátur Guðmundi: „Hefur kennt mér svo mikið“ Einar Þorsteinn Ólafsson er að upplifa draum sinn sem atvinnumaður í handbolta. Hann er leikmaður bronsliðs Fredericia í Danmörku og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá gæti hann í næsta mánuði spilað sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. 24.10.2023 08:30
„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. 24.10.2023 07:31
Systkini gera það gott hjá Stjörnunni og eiga ekki langt að sækja hæfileikana Systkini að Vestan eru að vekja töluverða athygli í Subway deildunum í körfubolta núna í upphafi tímabils með liðum Stjörnunnar. Þau Kolbrún María og Ásmundur Múli koma af miklu körfuboltaheimili og stefna langt í íþróttinni. 21.10.2023 09:01
Kane komið vel inn í hlutina í Grindavík: „Þurfum að gera þetta með honum“ Grindavík tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld. Grindvíkingar eru á heimavelli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum. Andstæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Íslandsmeistararnir frá Sauðárkróki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga er spenntur fyrir áskorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu viðbót liðsins. 20.10.2023 14:01
Ákvörðun stjórnar UMFN standist engin lög: „Vanvirðing við iðkendur“ Formaður Glímusambands Íslands, Margrét Rún Rúnarsdóttir, segir ákvörðun aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þess efnis að leggja niður glímudeild félagsins, á skjön við öll lög og reglugerðir. Vinnubrögðin sem aðalstjórn UMFN viðhafi sýni af sér vanvirðingu við iðkendur og íþróttina í heild sinni. 20.10.2023 09:30
UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. 20.10.2023 07:31
Leik Njarðvíkur og Hattar frestað til morguns Leik Njarðvíkur og Hattar, sem var á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í kvöld, hefur verið frestað vegna veðurs. 19.10.2023 14:58
UEFA grípur inn í og frestar leik hjá mótherjum Breiðabliks Evrópska knattspyrnusambandið hefur fresta leik ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv við Zorya Luhansk frá Úkraínu í Sambandsdeild Evrópu vegna ólgunnar í Ísrael og Palestínu. 19.10.2023 13:49
Bianca brýtur blað í sögu Formúlu 1 liðs McLaren Hin 18 ára gamla Bianca Bustamante verður fyrsti kvenkyns þróunarökumaður Formúlu 1 liðs McLaren. Þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu. 19.10.2023 13:02