„Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“ „Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál. 16.2.2021 12:45
„Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 15.2.2021 20:00
Sóli Hólm eins og Ronan Keating í þættinum Í kvöld er gigg Gestir Ingó síðasta föstudagskvöld koma úr ólíkum áttum en eiga það þó sameiginlegt að vera miklar gleðisprengjur og stuðpinnar. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, söngdívan Bryndís Ásmunds og skemmtikrafturinn Sóli Hólm heiðruðu gesti með nærveru sinni þetta kvöldið. 14.2.2021 21:58
Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14.2.2021 20:03
Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13.2.2021 21:42
„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. 13.2.2021 13:00
Bræðradúó Íslands fór á kostum í þættinum Í kvöld er gigg Síðasta föstudagskvöld var mikil bræðrastemning í þættinum Í kvöld er gigg þegar Ingó fékk til sín bróður sinn, Gumma Tótu og bræðurna Frikka Dór og Jón Jónsson. 12.2.2021 15:46
„Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12.2.2021 13:30
„Framtíðin er spennandi en hún kemur ekki bara heldur búum við hana til“ „Þetta er mikill heiður og ég sé mig fyrir mér í framtíðinni að vinna meira við rannsóknir og skrif ásamt því að ég hef áhuga á að ritstýra blöðum í mínu fagi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, í samtali við Vísi. 12.2.2021 09:28
Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12.2.2021 08:01