Bein útsending: Málþing um fóstur- og nýburaskimanir Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir milli klukkan 13 og 16:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 24.9.2024 12:32
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24.9.2024 07:55
Svalt í veðri og gengur í blástur Lægðardrag nálgast nú landið úr norðaustri og mun þá ganga í norðvestan blástur eða strekking með rigningu eða slyddu norðaustantil. Einnig má reikna með snjókomu til fjalla síðdegis. 24.9.2024 07:12
Vetrarfærð á fjallvegum norðaustanlands Það mun ganga í strekkings norðlæga átt í nótt og fer að snjóa á fjallvegum um norðaustanvert landið eftir hádegi á morgun. 23.9.2024 14:26
Fura Ösp nýr formaður stjórnar hjá Brandenburg Fura Ösp Jóhannesdóttir hefur tekið sæti í stjórn hjá sköpunarstofunni Brandenburg og mun þar fara með stöðu formanns stjórnar. 23.9.2024 12:22
Tekur við stöðu forstöðumanns þjónustu hjá Reitum Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. 23.9.2024 11:31
Fimmtán á sjúkrahús eftir lestarslys í Svíþjóð Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni. 23.9.2024 08:48
Fimmti hver myndi helst velja að flytja til Danmerkur Einn af hverjum fimm Íslendingum nefnir að Danmörk yrði fyrir valinu ef þeir gæti flutt til hvaða lands sem er. 23.9.2024 08:02
Útlit fyrir áframhaldandi rólegheit Útlit er fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu í dag þar sem spáð er hægviðri og léttskýjuðu víða um land. Þó má gera ráð fyrir skýjuðu veðri og að líkur séu á smá súld af og til við suðurströndina. 23.9.2024 07:09