Óvænt sjötta framboð til stjórnar Sýnar Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn. 8.4.2024 09:35
Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13 Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. 8.4.2024 08:45
Allhvöss norðaustanátt og snjór norðan- og austantil Suðaustur af landinu er nú djúp lægð sem heldur að okkur allhvassri norðaustanátt. Geri má ráð fyrir snjókomu á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjartviðri sunnanlands. 8.4.2024 07:13
Engar hópuppsagnir í síðasta mánuði Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum marsmánuði. 5.4.2024 12:46
Settur í embætti héraðsdómara Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029. 5.4.2024 11:32
Stýrir nýju sölusviði eftir uppsagnir hjá Nóa Síríus Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Fjórum var sagt upp í tengslum við endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins. 5.4.2024 08:54
Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. 5.4.2024 07:06
Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif. 5.4.2024 06:55
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabankans fer fram í Hörpu í dag og hefst hann klukkan 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 4.4.2024 15:21
Rögnvaldur nýr yfirlögfræðingur hjá Landspítala Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn sem yfirlögfræðingur Landspítala. Hann hóf störf í síðasta mánuði. 4.4.2024 14:24