Viðskipti innlent

Engar hóp­upp­sagnir í síðasta mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum marsmánuði.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar.

Tilkynnt var um eina hópuppsögn í febrúar en þar var fjórtán starfsmönnum Keilis sagt upp eftir að samkomulag náðist um að Fjölbrautaskóli Suðurnesja tæki yfir hluta af starfsemi Keilis.

Í janúar barst Vinnumálastofnun ein tilkynning um hópuppsögn þegar 47 var sagt upp hjá Stakkavík í Grindavík.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×