varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fram talinn van­hæfur til að taka sæti í ráðinu

Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

VÆB-bræður fyrstir á svið í Euro­vision

Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí.

Dregur úr vindi þegar líður á daginn

Dagurinn byrjar með suðvestanátt þar sem víðast hvar má reikna með 15 til 23 metrum á sekúndu. Spáð er skúrum eða éljum, en léttskýjuðu á Austurlandi.

Þrír fundust látnir í Noregi

Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast.

Ræðst í byggingu átta húsa í Hvamms­vík

Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, hefur látið ráðast í smíði átta ný húsa við Hvammsvík sem hugsuð eru sem gistiaðstaða fyrir ferðamenn. Húsin bætast við þau fjögur gistihús sem fyrir eru á svæðinu en nýju húsin verða nokkuð smærri.

Verður aflífaður eftir allt saman

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni.

Eyjólfur Árni hættir hjá SA

Eyjólfur Árni Rafnsson verður ekki í framboði til formanns á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer 15. maí næstkomandi. Eyjólfur Árni hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá vorinu 2017.

Alba­nese boðar til þing­kosninga

Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi.

Snjó­koma sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og áfram lítilsháttar éljum fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi.

Sjá meira