Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lést viku eftir frum­sýningu Útkalls: „Hann var svo þakk­látur að fá að faðma bjargvættinn sinn“

„Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi.

„Ég get ekki meir“

„Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld.

Ómar bjargaði lífi fimm ein­stak­linga

Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf.

Ó­lýsan­leg von­brigði þegar skipin sigldu fram hjá

Þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði sökk norður í íshafi árið 1967 voru tólf Íslendingar um borð. Fimm sólarhringar liðu þar til þeirra var saknað og umfangsmikil leit hófst. Í millitíðinni lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu.

„Ég held að þessi maður sé sá eini sem getur leitt okkur í sann­leikann um hvað gerðist“

„Ég man hreinlega ekki allan fjöldann af stöðum þar sem líkið á að hafa verið,“ segir Hörður Jóhannesson fyrrum rannsóknarlögreglumaður en hann er einn af þeim sem kom að rannsókninni á hvarfi Valgeirs Víðissonar á sínum tíma. Í sumar eru liðin þrjátíu ár síðan Valgeir Víðisson hvarf sporlaust af heimili sínu á Laugavegi. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Enn í dag er málið óupplýst.

„Sæll. Er ég að fara að deyja?“

Viðvörunarbjöllur höfðu hringt hjá Laufeyju Karítas Einarsdóttur, margfaldri móður, í töluverðan tíma. Hún hafði sett fjölskyldu, börn og vinnu í fyrsta sætið en gleymt sjálfri sér.

Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með

Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu.

Ævin­týra­leg björgun Ís­lendings í lífs­hættu

Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega.

„Þegar þú færð þessar fréttir þá bara hrynur heimurinn“

„Í gegnum allt þetta ferli var nákvæmlega ekkert sem greip okkur. Það var ekkert hugað neitt sérstaklega að andlegri líðan okkar, hvaða áhrif þetta hafði á okkur. Það var engin eftirfylgni. Það þykir eðlilegt að einstaklingar sem missa fóstur, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngu, séu bara sendir heim og látnir gúgla framhaldið, hvað þeir eigi að gera eða ekki gera,“ segir Tinna Berg Rúnarsdóttir en árið 2022 gengu hún og eiginmaður hennar í gegnum erfiðan fósturmissi á 12.viku meðgöngu.

Sjá meira